15. nóvember, 2024
Fréttir

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð sem hér segir:

 

25. nóv í áhaldahúsi að Sólbakka 4

Fyrir hunda kl. 16:30 19:00.

Fyrir ketti kl. 19:30 – 20:30.

Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir

 

26. nóv Hvanneyri í „gamla BÚT-húsinu“ kl. 16:30 – 19:00.

Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir

 

27. nóv Bifröst í kyndistöðinni kl. 16:30 – 18:00.

Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir

 

3. des í áhaldahúsi að sólbakka 4 kl. 17:00 – 19:00.

Umsjón: Gunnar Gauti Gunnarsson

 

Skráningarskylda er á öllum hundum og köttum í þéttbýli Borgarbyggðar. Lögum samkvæmt skulu allir hundar, kettir og kanínur vera örmerkt og skráð í miðlægan gagnagrunn, www.dyraaudkenni.is.

Skylt er að ormahreinsa alla hunda 4 mánaða og eldri árlega, ormahreinsunin er innifalin í leyfisgjaldi sveitarfélagsins. Óskráð gæludýr eru velkomin en skrá þarf dýrin í gegnum þjónustugátt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Gæludýraeigendum er frjálst að nýta þjónustu annarra dýralækna og skila vottorði fyrir áramót um að dýr þeirra hafi verið hreinsuð annars staðar.

Upplýsingar um gæludýrahald í Borgarbyggð er að finna á heimasíðu Borgarbyggðar. Þá er hægt að hafa samband í síma 433-7100 eða í gegnum netfangið thjonustuver@borgarbyggd.is.

 

Dagana 25.-27. nóv er einnig boðið upp á bólusetningar, örmerkingar og skráningu dýra í Dýraauðkenni aukalega á staðnum sem eigendur þurfa að greiða sjálfir fyrir. Reikningur sendur í heimabanka.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.