Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. september 2024 að auglýsa vinnslutillögu á endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Aðalskipulag er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu. Það nær til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Skipulagsmörk miða við sveitarfélagsmörk á landi og 115 metra utan við stórstraumsfjöruborð á sjó í samræmi við skilgreiningu staðarmarka sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum og jarðlögum. Samkvæmt skipulagsreglugerð er aðalskipulagi ætlað að stuðla að markvissri þróun þar sem tekið er tillit til heildarhagsmuna, miðla málum milli ólíkra hagsmuna íbúa og stuðla að öryggi almennings og lífsgæðum.
Borgarbyggð setur hér farm drög að endurskoðun aðalskipulags sem nær yfir allt land innan sveitarfélagsins Borgarbyggð. Nýtt aðalskipulag er til 12 ára og nefnist það Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037.
Vinnslutillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, málið er nr. 242/2023 (tengill) og á heimasíðu sveitarfélagsins, smellt er á hnappin Endurskoðun aðalskipulags (tengill) á forsíðu.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar við auglýsta vinnslutillögu og er frestur til að skila inn ábendingum til og með 14. nóvember 2024. Ábendingum skal skila inn í rafræna skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www. skipulagsgatt.is.
Opin hús verða haldin sem hér segir:
29. október kl. 20:00-21:30 Lindartunga
31. október kl. 17:00-18:30 Ráðhús Borgarbyggðar
31. október kl. 20:00-21:30 Þinghamar á Varmalandi
Kaffi og kruðerí – Vonumst til að sjá sem flesta
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.