Nú fer haustið í hönd og skólasetning hjá grunnskólum Borgarbyggðar er handan við hornið. Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar verður fimmtudaginn 22. ágúst.
Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi fer fram kl. 10:00 í íþróttahúsinu fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólabílar munu aka til og frá skólanum.
Hjá Grunnskóla Borgarfjarðar verður skólasetningin kl. 9:30 á Hvanneyri, kl. 11:00 á Kleppjárnsreykjum, og kl. 14:00 á Varmalandi. Foreldrar mæta með börnum sínum og fara að lokinni athöfn með umsjónarkennurum inn í skólastofur.
Kennsla í báðum skólum hefst síðan á föstudaginn samkvæmt stundaskrá.
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.