Framundan er viðgerð á Þorsteinsgötu og á hluta af svæði fyrir framan íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Í dag, miðvikudag hefst undirbúningur en vinna mun hefjast að krafti á morgun, fimmtudag við að fræsa og gera við. Á mánudag er síðan áætlað að leggja malbik yfir götuna. Ekki er reiknað með að götunni verði lokað fyrr en kemur að malbikun á mánudag. Framkvæmdinni fylgir rask og eru íbúar, gestir og aðrir vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og skilning. Framkvæmd og frágangi á að vera að fullu lokið áður en gestir Unglingalandsmóts UMFÍ taka að streyma að í seinni hluta næstu viku. Verkið er unnið af Malbiksstöðinni.
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.